Haustmarkaður Áss styrktarfélags

Fréttamynd - 116265798 722586695252740 7978811573066795354 N

Nú þegar styttist í að haustlitirnir verði hluti af umhverfi okkar þá höfum við tekið ákvörðun um hinn árlega haustmarkað. 

 

Hann verður ekki með hefðbundnu sniði þetta árið.

 

Í stað þess að bjóða alla velkomna í gróðurhúsið munum við taka til úrval lífræns ræktaðs grænmetis og matjurta í poka.

 

Í pokanum verða eftirtaldar tegundir; tómatar, paprika, gúrka, gulrætur, hnúðkál, rauðrófa, gulrófa, kartöflur, vorlaukur og grænkál. Innihaldið getur verið breytilegt. 

 

Pokarnir verða til sölu fyrir starfsmenn og aðstandendur tengda Stjörnugróf fimmtudaginn 27.september milli 13.00 og 15.00 fyrir framan gróðurhúsið við Bjarkarás. 

 

Viku síðar verða pokar með nýuppteknu grænmeti seldir fyrir starfsmenn og aðstandendur tengda Ási vinnustofu, fimmtudaginn 03.september milli 13.00 og 15.00 við anddyri í Ögurhvarfi 6.

 

Með fréttinni fylgja myndir frá því í sumar af starfsmönnum að störfum og ræktuninni.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.