Tilslakanir í sóttvörnum á vinnustöðum vegna Covid-19

Fréttamynd - 105579646 3028824003897742 5322172484814287109 N

Í dag eru 10 dagar frá því að við gerðum enn frekari tilslakanir í sóttvörnum vegna Covid -19. Enn er lögð áhersla á góðar sóttvarnir: handþvott, almennt hreinlæti og að tryggja 2ja metra nándarmörk eins og hægt er.

 

Frá og með 15.júní voru tekin niður skilti um að heimsóknir væru bannaðar á vinnustaðina okkar eins og þið urðuð vafalaust vör við þegar þið komuð á pop-up markaðinn. 

 

Á sama tíma hófst flæði starfsmanna í gróðurhús félagsins við Bjarkarás í Stjörnugróf, öllum til mikillar gleði. Þar stendur allt í blóma og ræktun lífræns grænmetis og matjurta gengur vel. 

 

Allir eru velkomnir í gróðurhúsið (milli 09.00-15.30) og mögulega eigum við eitthvað til að selja þeim sem heimsækja okkur en þrjá daga vikunnar tínum við saman vörur og seljum í Fjarðarkaup og Brauðhúsið (Grímsbæ) þannig að ef þið viljið styðja að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu er um að gera að versla vörur frá okkur þar. 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.