Opnun sýningar Snorra Ásgeirssonar í Gerðubergi

Fréttamynd - Snorri Og Hanna Greta

Föstudaginn 12.júní var haldin opnun á yfirlitssýningu Snorra Ásgeirssonar í Gerðubergi.

 

Ilmur Dögg Gísladóttir opnaði sýninguna með stuttri kynningu.

 

Því næst hélt Halldór Ásgeirsson sýningastjóri stutta tölu og ræddi listferil Snorra og kynnti útgáfu bókar um listamanninn.

 

Að lokum var skálað honum til heiðurs. 

 

Á sýningunni sýnir Snorri teikningar sínar frá síðustu 10 árum ásamt leirlistaverkum sem voru unnin í samvinnu við Hönnu Grétu Pálsdóttur keramik hönnuð og starfsmann Smiðjunnar í Ási vinnustofu. Þau verk voru unnin á Covid-tímum sem hluti af skólaverkefni Hönnu Grétu sem er nemanda í listkennslu við Listaháskóla Íslands.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.