Guðrún Bergsdóttir með einkasýningu í Safnasafninu

Fréttamynd - 5 1536X1126

Guðrún Bergsdóttir útsaumslistamaður og starfsmaður Áss til rúmlega 25 ára verður með einkasýningu á verkum sínum í Safnasafninu á Svalbarðaströnd í Eyjafirði í sumar. Sýningin opnar 06.júní og stendur út sumarið. 

 

Margrét M. Norðdahl skrifaði grein á vefsíðunni Artzine þar sem hún fjallar um feril Guðrúnar í listsköpun. Þar má skoða myndir af völdum verkum Guðrúnar og sjá þróunina frá elstu verkum til þeirra yngstu og lesa um allan þann fjölda sýninga sem hún hefur tekið þátt í auk annars fróðleiks. 

 

Margrét skrifar; Verkin hennar Guðrúnar eiga einstaklega vel heima í safninu þar sem alþýðulist mætir menntaðri nútímalist og handverkið mætir listaverkinu. Líkt og Safnasafnið ávarpa verk Guðrúnar manngerð landamæri listheimsins, þar sem múrar hafa verið reistir og verk eru vegin og metin eftir ósögðum en vel þekktum reglum um gildi ólíkra verka og skapara þeirra. Guðrún Bergsdóttir hefur markað spor í listasöguna og með verkum sínum og nálgun hefur hún haft áhrif á samtímafólk sitt í listinni.

 

Verk Guðrúnar prýddi Viljinn í Verki bók styrktarfélagsins sem fjallar um sögu félagsins frá 1958-2008. 

 

Meðfylgjandi þessari frétt eru myndir af verkum Guðrúnar birtar með leyfi Guðrúnar og Margrétar. 

 

Með því að ýta hér getur þú lesið grein Margrétar M. Norðdahl um GuðrúnuAsi og kyrrð, kliður og þögn í verkum Guðrúnar Bergsdóttur.

 

Við hvetjum alla sem ætla að ferðast um landið í sumar að koma við á Safnasafninu, þar er gott aðgengi og lyftur á milli hæða

 

Auðlesinn texti: 

 

Guðrún Bergsdóttir útsaums-listamaður sem hefur unnið hjá Ási styrktarfélagi í tuttugu og fimm (25) ár verður með lista-sýningu á Safnasafninu í Eyjafirði í sumar. 

 

Margrét M Norðdahl skrifaði grein um listamanninn Guðrúnu. Í greininni má sjá hvernig listaverk Guðrúnar hafa breyst í gegnum tímann. Þar er líka fjallað um allar sýningar sem Guðrún hefur tekið þátt í. 

 

Listaverk eftir Guðrúnu er framan á bók sem Ás gaf út um sögu félagsins og heitir Viljinn í verki. 

 

Með því að ýta hér getur þú lesið grein Margrétar M. Norðdahl um GuðrúnuAsi og kyrrð, kliður og þögn í verkum Guðrúnar Bergsdóttur.

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.