Fréttir frá félaginu úr Vinnu og virkni

Fréttamynd - IMG 2614

Síðustu daga hefur stýrihópur um áfallaáætlun fundað daglega um stöðu mála. 

 

Aðstandendur og tenglar starfsmanna hafa fengið upplýsingar frá forstöðumönnum sendar til sín í framhaldinu.

 

Enn sem komið er gengur vel og ekki hefur komið upp smit í okkar röðum. Við erum þakklát fyrir það. 

 

Í morgun bárust nýjar upplýsingar frá æðstu stjórnendum landsins. Samkomubann verður sett á í 4 vikur, frá og með miðnætti 15.mars, þar sem samkomur fjölmennari en 100 manns verða ekki leyfðar.

Jafnframt er hvatt til þess að þar sem fólk kemur saman verði aðstæðum hagað þannig að hægt sé að hafa tveggja metra bil milli manna.

 

Þessi tilmæli breyta ekki því fyrirkomulagi sem við höfum komið á í starfsemi félagsins. Enn er lokað í vinnu og virkni og verið er að vinna úr undanþágubeiðnum fyrir starfsmenn sem eru búsettir í foreldrahúsum. Þegar þeir koma til vinnu munum við aðgreina svæði þannig að ekki sé samgangur á milli starfsmanna og fyllsta hreinlætis gætt. 

 

Hafa ber í huga að aðstæður breytast hratt og við þurfum enn að fylgjast vel með þeim upplýsingum sem almannavarnir gefa út frá degi til dags.

 

Að lokum viljum við benda á nýja vefsíðu Covid.is þar sem má finna fræðsluefni og nýjustu upplýsingar varðandi sjúkdóminn hverju sinni.

 

Auðlesinn texti: 

Enginn starfs-maður Áss er með Covid-19. Við erum ánægð með það 😀

Á mánudag verður samkomu-bann, þá mega ekki meira en hundrað (100) manneskjur vera saman í einu. 

Ef margir eru saman eiga þeir að hafa tvo (2) metra á milli sín.

Það er enn-þá lokað í vinnu og virkni hjá Ási. 

Núna breytast hlutirnir hratt og við látum vita um allar breytingar.

Ef þú ýtir hér þá getur þú skoðað Covid heimasíðu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.