Aðgerðir vegna COVID-19

Fréttamynd - Koronaveiran

Stýrihópur um áfallaáætlun hefur fundað reglulega eftir að almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna COVID-19 kórónaveirunnar. 

 

Stýrihópurinn hefur tekið ákvörðun um að stoppa flæði milli húsa, svæða og virkni tilboða í Vinnu og virkni hjá Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási, Lyngási og Smíkó frá og með deginum í dag. 

 

Þetta er gert til að draga úr smithættu, starfsemi okkar er að öllu öðru leyti óbreytt.

 

Í hópi starfsmanna og íbúa félagsins leggjum við áherslu á að verja þá sem viðkvæmastir eru í okkar hóp með því að gæta sérstaklega mikils hreinlætis og takmarka umgang þeirra sem hafa flensulík einkenni eða eru líklegir til að geta borið smit.

 

Við biðjum alla að huga að sóttvörnum eins og handþvotti og handsprittun og byrgja nef og munn við hósta.

Þá hefur verið mælt með því að fólk heilsi frekar með brosi heldur en handabandi eða faðmlögum. 

 

Við biðjum fólk sem hefur nýverið ferðast erlendis að sleppa heimsóknum á heimili og vinnustaði félagsins í tvær vikur frá heimkomu. 

 

Við hvetjum alla til að fylgjast með fréttum ( https://www.landlaeknir.is/ ) og almennum leiðbeiningum á vef landlæknisembættisins (https://www.landlaeknir.is/koronaveira/thad-sem-thu-tharft-ad-vita/) og sömuleiðis er hægt að senda spurningar í gegnum netspjallið á vef heilsugæslunnar (www.heilsuvera.is - í gegnum bláa talblöðru í hægra horni forsíðunnar) eða hringja í síma 1700.

 

Stýrihópurinn mun fylgjast grannt með stöðu mála og upplýsa eftir þörfum. 

 

Auðlesinn texti: 

Vegna Covid-19 mega starfsmenn ekki fara á milli húsa eða svæða og öll virkni tilboð eru stopp. 

Þetta er gert til að enginn verði veikur.

Við biðjum alla að muna að þrífa hendur vel og ekki koma veikur í vinnu.

Við biðjum fólk sem var í útlöndum að bíða með að heimsækja Ás í tvær (2) vikur.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.