Styrkir fyrir myndlistarnámskeiðum

Fréttamynd - Fundur Med Aslaugu Og Lottu Fra Myndlistaskolanum

Ás hefur nýverið fengið tvo góða styrki fyrir myndlistarnámskeiðum.

 

Í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík verða haldin námskeið á vorönn í Stjörnugróf.

 

Styrkur frá Barnavinafélaginu Sumargjöf verður nýttur til námskeiðs fyrir yngstu börnin í Lyngási.

 

Styrkur frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborg verður varið í tvö myndlistanámskeið fyrir fullorðið fólk í vinnu og virkni.

 

Á myndinni má sjá vinnuhóp leggja fyrstu drög að samstarfinu. Það eru Áslaug og Lotta frá Myndlistaskólanum og Hrefna Þórarins þroskaþjálfi hjá félaginu. 

 

 

Auðlesinn texti: 

Ás fékk peninga-styrk til að halda tvö námskeið.

Eitt mynd-lista námskeið fyrir litlu börnin og annað mynd-lista námskeið fyrir fullorðið fólk í vinnu og virkni.

Á myndinni er Hrefna með Áslaugu og Lottu frá Mynd-lista-skólanum að undirbúa námskeiðin.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.