Happadrætti styrktarfélagsins hættir

Fréttamynd - Happadraettismidi

Stjórn Áss styrktarfélags tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári að hætta með árlegt happdrætti félagsins. Ástæðan er fyrst og fremst sú að tekjurnar af því hafa dregist saman ár frá ári.

 

Horft er til þess að þróa aðrar fjáröflunarleiðir sem verða kynntar á næsta ári.

 

Happdrættið á sér langa sögu með félaginu og var ein af fjáröflunarleiðunum frá upphafi. Félagsmenn hafa ætíð verið dyggir stuðningsmenn ásamt fjölda fyrirtækja sem hafa styrkt félagið með kaupum á happdrættismiðum.

Við færum ykkur bestu þakkir fyrir og vonum að félagsmenn og aðrir taki vel í nýjar fjáröflunarleiðir.

 

Segja má að sagan geymist í útgefnum happdættismiðum eins og sjá má á þessum 56 ára gamla miða sem býður bíl, málverk, siglingar og flug út í heim.

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.