Gleðilegt nýtt ár og jafnlaunavottun félagsins

Fréttamynd - 2020

Í síðustu frétt ársins tilkynnum við að Ás styrktarfélag hefur fengið vottun frá iCert um að jafnlaunakerfi félagsins uppfylli staðla ÍST 85:2012.

 

Mikil vinna hefur farið fram hjá félaginu á árinu við að innleiða formlegt jafnlaunakerfi sem byggði á eldra óformlegra kerfi.

 

Sú vinna tryggir að sömu laun fáist greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf hjá félaginu. 

 

Um leið og við fögnum þessum áfanga óskum við öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir þau gömlu.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.