Eldvarnir á aðventunni

Fréttamynd - Led Kerti

Á árinu hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gert úttektir á öllu húsnæði félagsins. Endurbætur hafa verið gerðar samkvæmt athugasemdum frá þeim. Þannig eru nú öll heimili sem eru í rekstri á vegum félagsins með brunakerfi tengt öryggisvöktunarfyrirtæki.

 

Í eldri húsunum hafa einnig verið gerðar úrbætur til að komast nær þeim kröfum sem gerðar eru varðandi brunavarnir í nýju húsnæði. Þetta eykur enn á öryggi þess fólks sem við þjónustum.

 

Öryggistrúnaðarmenn eru í hverju húsi og annast þeir daglegt eftirlit af mikilli natni svo eftir er tekið, eiga þeir þakkir skildar fyrir það.

 

Nú þegar tími ljóss og friðar rennur upp en enn mikilvægara að fara að öllu með gát, fara vel yfir rafmagnstæki, nota þau með varfærni og nota rafhlöðukerti í stað lifandi ljóss.

 

Með ósk um gleðileg og örugg jól

 

Valgerður Unnarsdóttir, forstöðumaður Öryggismála.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.