Nýjir þjónustusamningar og val í vinnu og virkni haust 2019

Fréttamynd - 2017 04 12 Dans Logo

Í sumar voru undirritaðir samningar um þjónustu í Vinnu og virkni við tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Samið var við Reykjavíkurborg um þjónustu við fimm ungmenni og Mosfellsbæ um þjónustu við einn aðila. Allt er þetta fólk nýútskrifað úr framhaldsskóla og því nýtt á vinnumarkaði. Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin til starfa hjá félaginu.

 

Nú eru vinnu- og virknihópar haustsins flestir byrjaðir. Hóparnir eru fjölbreyttir að vanda en að þessu sinni voru þeir ekki allir í boði í valinu á heimasíðu.  Það skýrist af því að verið er að þróa nokkur ný tilboð þar sem völdum starfsmönnum er boðin þátttaka.  Einnig er verið að reyna nýtt fyrirkomulag í Ásustofu. Hvert vinnusvæði fær afnot af aðstöðunni á föstum tímum og skipuleggur notkun út frá óskum starfsmanna sinna. Vinna og virkni er síbreytilegt mengi og tekur mið af þörfum einstaklinganna sem eru í vinnu hverju sinni og því bolmagni sem við höfum í starfsmannahaldi.

 

Um 160 manns sendu inn umsókn um þátttöku í Vinnu og virkni hópum í gegnum heimasíðuna okkar í vor en alls voru þá um 215 manns sem sóttu vinnu og vinnutengda þjónustu til félagsins.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.