List án landamæra viðburðir í Ögurhvarfi.

Fréttamynd - List An Landamaera

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fólks með fötlun. Laugardaginn 05.október verður hátíðin sett í Gerðubergi og kennir þar  ýmissa grasa og mörg listform sýnd. Hátíðin stendur til 20.október, dagskrána má skoða hér. Margir starfsmenn Áss taka þátt í hátíðinni hvort sem er í formlegri eða óformlegri dagskrá. 

 

Við hjá Ási verðum með utandagskrár viðburði 10.október í Ögurhvarfi 6 og hvetjum alla til að mæta.

 

Við bjóðum alla velkomna á opnun Litirnir - myndlistarsýningar fimmtudaginn 10.október klukkan 14.00 þar sem 12 listamenn sýna verk unnin á vatnslitanámskeiði í Ási vinnustofu. Sýningin fer fram í Ögurhvarfi og mun hún standa fram til 31.október. 

 

Sama dag verður Litirnir - opin vinnustofa milli klukkan 15.00 og 16.00, inni á Vogi í Ögurhvarfi. Þar fá gestir tækifæri til að mála með sömu aðferðum og notaðar voru við gerð mynda á sýningunni. 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.