Heilsuvika í Stjörnugróf og rennt fyrir fiski í Elliðaánum

Fréttamynd - Reipitog6

Starfsmenn í Stjörnugrófinni héldu heilsuviku í lok maí mánaðar. Þar var fjölbreytt dagskrá sem innihélt meðal annars reipitog, boltatengda leiki, náttúrugöngu, skeifukast og stígvélakast svo fátt eitt sé nefnt. 

 

Hin árlega veiðiferð í Elliðaárnar í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur fór fram í seinustu viku. Ferðin lukkaðist vel í góða veðrinu þó að aflinn hafi ekki verið mikill og færum við Stangaveiðifélaginu bestu þakkir fyrir gott boð.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.