Fréttir úr gróðurhúsinu

Fréttamynd - Ylfa Ad Hreinsa Bed

Í gróðurhúsa-fréttum er þetta helst;  vinnan gengur vel og grænmetið dafnar. Hér má sjá úrval af því grænmeti og matjurtum sem ræktað er í húsinu og á lóðinni.

 

Á myndunum má sjá matjurtir í útibeðum, gulrætur undir akríldúk, graslauk, kúrbít, melónu, papriku og chilli.

 

Sömuleiðis eru myndir frá því þegar fréttastofa Ríkissjónvarpsins kíkti við á dögunum og tók viðtal við starfsmann Áss, hann Atla Má þar sem hann vakti athygli á því að auka þurfi þekkingu vinnumarkaðarins og veita öllum tækifæri á starfi við hæfi.

 

Við höfum birt fréttina áður, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. 

Sjá má fréttina með því að ýta hér.

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.