Opið hús og sumarmarkaður í Ási vinnustofu

Fréttamynd - Sumarmarkadur

Starfsmenn Ás vinnustofu bjóða alla velkomna á opið hús og sumarmarkað þriðjudaginn 21.maí milli 13.00 og 15.30 í Ögurhvarfi 6.

 

Þá fer fram kynning á því fjölbreytta starfi sem fer fram í Ási og opið á öllum svæðum þar sem starfsmenn okkar verða að störfum og gestum og gangandi velkomið að labba á milli. Verslunin Ásar verður opin og úrval vandaðrar vöru til sölu ásamt því að við bjóðum vöru til sölu á öðrum svæðum.

 

Á sama tíma verður sett fram sýning á verkum starfsmanna sem hafa sótt  námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur í matsal. Það er afrakstur námskeiða vorannar.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.