Eurovision 2019

Fréttamynd - 20190402 095914 Copy

Þá er aðeins vika til stefnu að Hatari stigi á svið í Tel Aviv í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og við erum tilbúin.

 

Hér vinnur áhugafólk um söngvakeppnina sem hefur verið að hittast undanfarnar vikur til að skapa stemningu. Hópurinn hefur rifjað upp lög frá fyrri keppnum og hlustað á þau lög sem taka þátt í ár. Skiptar skoðanir eru um framlag Íslands til keppninnar, en lífið er alls konar og vonandi gengur okkar fólki vel. 

 

Starfsmenn kertagerðarinnar láta sitt ekki eftir liggja og útbjuggu kerti til heiðurs Hatara sem hægt er að kaupa í Versluninni Ásar og munið að með því að versla þar tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Verið velkomin til okkar í Ögurhvarf 6 milli kl 09.00 og 15.30.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.