Úrslit Olsen Olsen móts Áss vinnustofu

Fréttamynd - 20190423 133226

Tíunda árið í röð stóðu Sigfús Svanbergsson og Trausti Júlíusson fyrir Olsen Olsen spilamóti í Ási vinnustofu. Óhætt er að segja að mótið hafi stækkað með hverju árinu því afar fáir sleppa því að vera með. 

 

Mjög skemmtileg stemning skapaðist þar sem fjöldi starfsmanna tók þátt í undankeppni fyrir páska en sjálf úrslitin fóru fram í gær. 

 

Í undanúrslitum kepptu Baldur og Einar annars vegar og Sóley Patricia og Erna Sif hins vegar. Í úrslitum enduðu Einar og Sóley Patricia og úr varð æsispennandi keppni. Sóley Patricia komst í 2-1 en Einar endaði á að sigra 3-2. Áhorfendur fylgdust spenntir með og hvöttu sitt fólk áfram. Sigurvegarinn hlaut að launum bikar og dynjandi lófatak. 

 

Við óskum Einari til hamingju.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.