Starfsmenn Áss styrktarfélags á Special Olympics í Abu Dhabi

Fréttamynd - 20190412 151438

Special Olympics 2019 voru haldnir í Abú Dhabi í mars síðastliðnum. 38 keppendur tóku þátt fyrir Íslands hönd í ýmsum íþróttagreinum.

 

Þrír starfsmenn Áss styrktarfélags voru meðal þátttakenda og erum við ákaflega stolt af þeim. Haukur Guðmundsson keppti í keilu, bæði í tvímenningi og einstaklingskeppni þar sem hann lenti í 5. og 7. sæti. Hjalti Geir Guðmundsson keppti í sundi og fékk gull fyrir 100m skrið og silfur fyrir 50m bak. Róbert Alexander Erwin keppti einnig í sundi og fékk brons í 100m skriðsundi.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju með góða frammistöðu!

 

Á Fésbókarsíðu Special Olympics á Íslandi er hægt að skoða fleiri myndir https://www.facebook.com/SpecialOlympicsIceland/ 

 

Myndirnar af keppendunum birtast í eftirfarandi röð:

 

Haukur að fagna með fjölskyldunni sinni, Hjalti á verðlaunapallinum og Róbert með verðlaunapeninginn sinn.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.