Páskastemning í Versluninni Ásar

Fréttamynd - IMG 1355

Þá erum við búin að gera páskahreingerningu á verslunni okkar og tína til það sem er gult og vænt.

 

Við eigum að sjálfsögðu kerti í réttum litum og fallega bakka. Við erum að framleiða þessa fallegu páskapoka sem geta verið fín lausn á því að gefa súkkulaðilausa gjöf um páskana og eigum heilmikið af skarti sem hefur verið endurunnið úr öðru skarti af starfsmönnum Ás vinnustofu.

 

Með því að versla við verslunina Ásar tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Verið velkomin til okkar í Ögurhvarf 6 milli kl 09.00 og 15.30.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.