Gleðilegt sumar og fréttir úr gróðurhúsinu

Fréttamynd - Gurkublom

Ás styrktarfélag sendir sínar bestu óskir um gleðilegt sumar með þessum merkilegu myndum úr gróðurhúsinu okkar í Stjörnugróf. Fremsta myndin er af blómi gúrkuplöntu í ræktun.

 

Við erum að vinna í gróðurhúsinu okkar mestan hluta ársins, það er aðeins yfir háveturinn sem við hvílum það. Undir lok janúarmánaðar sáum við fyrir gúrkum, tómötum, papriku, chilli, melónum og fleiru. Fyrstu uppskeruna fáum við í apríl. 

 

Gróðurhúsið er við Bjarkarás í Stjörnugróf. Þar fer fram lífræn ræktun með vottun frá Vottunarstöðinni Tún. Við ræktum grænmeti og matjurtir og er leitast við að sníða vinnuaðstöðu að þörfum hvers og eins. Meginstarfsemi er jarðvegsvinna, sáning, umpottun, vökvun, pökkun og annað tengt ræktuninni. Einnig er ýmiskonar útivinna s.s umhirða og viðhald safnhauga, gróðursetning og umhirða útigrænmetis og uppskeruvinna. 

 

Vörurnar okkar eru seldar í gegnum gróðurhúsið sjálft en jafnframt í Melabúðinni, Frú Laugu, Brauðhúsinu og í Nauthóli. Við auglýsum sérstaklega þegar við höldum markað undir lok sumars. 

 

Hér eru meðfylgjandi nokkrar myndir af starfsmönnum Áss við vinnu og myndir af hluta þess sem við ræktum. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með í sumar þegar við byrjum að selja afurðirnar. 

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.