Eldvarnir og öryggismál hjá Ási styrktarfélagi

Fréttamynd - Stjoernugrof 5

Nú á vormánuðum hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins framkvæmt eldvarnareftirlit á starfsstöðvum félagsins. Það er að taka upp nýtt verklag þar sem meiri ábyrgð er á rekstraraðila vegna brunavarna.

 

Slökkviliðið gerir kröfur til fyrirtækja um skipan eldvarnarfulltrúa. Hlutverk hans er meðal annars að taka þátt í eftirlitsskoðunum og hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf. Fulltrúinn hefur yfirsýn yfir eldvarnir á öllum starfsstöðvum félagsins. Hann sér til þess að búnaður sé yfirfarinn reglulega, einnig fylgir hann eftir gerð rýmingaráætlana og endurskoðun þeirra. Hann er tengiliður milli slökkviliðs, umsjónarmanna fasteigna, framkvæmdastjóra og starfsmanna félagsins. Valgerður Unnarsdóttir hefur verið skipuð eldvarnarfulltrúi félagsins.

 

Í febrúar var haldin eldvarnafræðsla fyrir allt starfsfólk félagsins þar sem lögð var áhersla á forvarnir og rétt viðbrögð.  Slík fræðsla hefur um nokkurt skeið verð haldin annað hvert ár.

 

Áhættumat hefur verið lagt fyrir alla starfsmenn félagsins. Það tekur til líkamlegra og andlegra hollustuþátta er tengjast starfinu. Niðurstöður áhættumats eru teknar saman á hverjum vinnustað fyrir sig og kynntar fostöðumanni sem gerir áætlun um úrbætur í samvinnu við öryggisfulltrúa. Samhliða áhættumati var í þetta sinn lögð fyrir ánægjukönnun fyrir starfsfólk og niðurstöður hennar einnig kynntar fyrir forstöðumanni.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.