Samsýning í Ögurhvarfi

Fréttamynd - Ingimar 1A

Í Ögurhvarfi hefur verið opnuð samsýning Ingimars Azzad Torossian og Margrétar Brynjólfsdóttur.

 

Ingimar hefur verið listrænn frá unga aldri og hefur m.a. sótt námskeið á vegum Fjölmenntar sem tengjast myndlist. Óhætt er að segja að Ingimar fari sínar eigin leiðir þegar kemur að listsköpun. Ingimar hefur mikinn áhuga á teiknimyndum og hefur málað margar myndir upp eftir hinum ýmsu fígúrum. Í byrjun árs 2019 byrjaði hann að koma í Smiðjuna hérna í Ási og hefur verið að mála myndir þar.

 

Margrét hefur sömuleiðis unnið að myndlist alla tíð. Hún hefur numið hjá ýmsum listamönnum, haldið fjölda einka- og samsýninga og kennt myndlist. Hún vinnur eingöngu olíumálverk á striga og er þekktust fyrir kraftmiklar nátturustúdíur.

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.