Listaverk í matsal Ögurhvarfs

Fréttamynd - Thorvaldur Jonsson Myndlistamadur 4

 

Ás styrktarfélag fékk að gjöf stórt og mikið verk sem var sett upp í matsalnum í Ögurhvarfi. Listamaðurinn, Þorvaldur Jónsson, gaf verkið og þökkum við honum kærlega fyrir.

 

Listaverkið ber engan titil og er útskurður á viðarplötu. Verkið var fyrst sýnt á einkasýningu í Listamenn innrömmun gallerí árið 2018.

 

Þorvaldur stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 2009. Hann málar bæði á striga og ristir myndir og málar á viðarplötur. Hann sækir gjarnan innblástur fyrir verk sín til náttúrunnar, í dýraríkið og fortíðina. Með málverkum sínum leitast hann við að endurskapa draumkenndar senur eða hálfgerðar sögur sem ganga helst út á að skapa ákveðna stemningu og sögusvið; útópíska veröld fulla af náttúrurómantík sem á sama tíma hefur alvarlegan og oftar en ekki drungalegan undirtón. Þorvaldur hefur haldið 7 einkasýningar og yfir 40 samsýninga á Íslandi og erlendis.

 

Thorvaldur Jonsson Myndlistamadur 5 Thorvaldur Jonsson Myndlistamadur 3 Thorvaldur Jonsson Myndlistamadur 4 Thorvaldur Jonsson Myndlistamadur 1

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.