Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa

Fréttamynd - IMG 8916

Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til að starfa með fólki á öllum aldri sem býr við skerðingu. Þroskaþjálfun er lögverndað starf og starfar stéttin eftir lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa.

Sérstaða þroskaþjálfa er annars vegar víðtæk og hagnýt þekking á sviði stefnumótunar, skipulags og framkvæmdar heildrænnar þjónustu og hins vegar einstaklingsmiðuð þjónusta, óháð aldri og aðstæðum.

 

Ás styrktarfélag býr svo vel að hafa marga þroskaþjálfa í sínum röðum í ýmsum hlutverkum. Má þar nefna búsetuþjónustu, Vinnu&Virkni, stjórnun og ráðgjöf.

Til hamingju með daginn þroskaþjálfar!

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.