Breytingar í Bjarkarási

Fréttamynd - Mynd 1 Br I Bj 0215

Þann 16. febrúar fóru af stað breytingar í Bjarkarási. Þær fela í sér að hver deild/svæði stendur fyrir ákveðnu verkefni. Þannig að nú verður einungis unnið í pökkunarvinnu í salnum. Annarstaðar í húsinu verða starfræktir ýmsir virknihópar undir leiðsögn leiðbeinenda. Allir fá stundatöflur um á hvaða svæði fólk á að vera hverju sinni. Breytingarnar eru hugsaðar til að mæta þörfum allra óháð vinnugetu og auka fjölbreytni í starfinu. Þetta er hugsað sem þróunarverkefni þar sem lögð verður áhersla á að hópurinn vinni saman að því að þróa þá virkni sem verður boðið upp á í framtíðinni.

 

Græni liturinn sveif yfir vötnum hjá okkur í vinnunni í dag þar sem allir fengu nýjar grænar vinnusvuntur. Einhverjir höfðu orð á því að þetta væri Framsóknarliturinn sem við værum búnar að innleiða hjá okkur!

 

Allir voru sáttir og ánægðir með fyrsta daginn og jákvæðir fyrir framtíðinni.

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum

 

Mynd 1 Br I Bj 0215Mynd 2 Br I Bj 0215Mynd 3 Br I Bj 0215Mynd 4 Br I Bj 0215

 

 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.