Fræðslufundur, nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur í samvinnu við CP félagið, boðar til kynningarfundar mánudaginn 15. apríl kl. 17.00 – 18:30 að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

 

Efni fundarins er:

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa sem tekur gildi 4. maí 2013 

 

Markmið með nýju greiðsluþátttökukerfi:

  • Auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum.
  •  Draga úr útgjöldum þeirra sem hafa mikil lyfjaútgjöld.
  •  §  Í dag er ekkert hámark á lyfjakostnaði einstaklinga. 

Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér?

 

Guðrún Björg Elíasdóttir og Margrét Rósa Kristjánsdóttir lyfjafræðingar hjá Lyfjadeild Sjúkratrygginga koma og kynna greiðsluþáttökukerfið og svara fyrirspurnum. 

 

 

Allir velkomnir -   aðgangur ókeypis  

Skráning á asta@throskahjalp.is   

 

 

Að FFA standa: Landssamtökin Þroskahjálp, Ás styrktarfélag, Sjálfsbjörg landssamband og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.