Klútamarkaður Ás vinnustofu 7. október
Klútamarkaður verður haldinn í Ási vinnustofu föstudaginn 7. október. Það verður opið frá 10.00 – 15.00 og eru allir velkomnir.
Þessi dagur er hinn árlegi bleiki dagur og við hvetjum alla starfsmenn til að mæta í bleiku og sýna samstöðu með Krabbameinsfélaginu.
Starfsmannafélagið Hallgerður ætlar að vera með smá sölu þennan dag, meðal annars á heilsubrauði, hummus, lakkrís, hafrakökum, töskum, svuntum og kúrekasmekkjum.
Ekki má gleyma gulrótunum en þeir sem hafa áhuga á að versla 1,8 kg af gulrótum á 1000 kr. geta sent póst fyrir miðvikudaginn 5. okt.og fengið afhent 6. eða 7. Hvað er betra en nýuppteknar gulrætur! J
Hægt að panta allt annað sem er til sölu og sækja þennan dag.
Kær kveðja og sjáumst hress og kát á klútamarkaði og bleikum degi í Ási vinnustofu!