Myndlistarnámskeið á Lyngási
Í janúar byrjaði myndlistanámskeið sem Margrét Zóphínasdóttir myndlistakona mun stýra.
Í janúar byrjaði myndlistanámskeið sem Margrét Zóphínasdóttir myndlistakona mun stýra.
FFA, fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, stendur fyrir fræðslukvöldi að Háaleitisbraut 13, 4. hæð fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.00.
Á fræðslukvöldið kemur Olga B. Jónsdóttir, félagsráðgjafi og MA í fötlunarfræði og kynnir niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við MA ritgerð sína: "Systkini fatlaðs fólks: Persónuleg reynsla í samfélagslegu ljósi“.
Allir áhugasamir velkomnir – ekkert þátttökugjald.
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur; samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Áss styrktarfélags og Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra.
Fyrsti sameiginlegi fundur forstöðumanna var haldinn í dag og var dagskráin fullskipuð og var m.a. unnið eftir miðlunaraðferð um leið félagsins að áframhaldandi frumkvöðlastarfi og nýjungum. Hér er Þóra framkvæmdastjóri að fara yfir afraksturinn.
Dregið hefur verið í happdrætti Áss styrktarfélags 2010.
1. vinningur - Volkswagen Golf, kr. 3.490.000,-
2. - 8. vinningar - Heimilistækjavinningar, kr. 230.000,- hver
Félagið óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar jafnframt veittan stuðning.