Samfélagsátak og starfskynning
Hótelkeðjan Rezdior Hótel Group stendur fyrir árlegu samfélagsátaki. Radisson blu í Reykjavík er hluti af þessari keðju og bauð samstarf við Ás styrktarfélag. Starfsmönnum frá Ási vinnustofu var boðið að koma í starfskynningu á hótelinu. Verkefnið stóð síðustu 2 vikur og voru þátttakendur alls 8. Mætti hver og einn í 2 daga ogfékk fjölbreytta kynningu í öllum starfsdeildum með aðstoð starfsfólks hótelsins.
Í dag býður Radisson öllum þátttakendum að taka þátt í námskeiði í bakstri sem fer fram á hótelinu og um leið tækifærið nýtt til að kveðja og ljúka frábæru átaki, þá er þeim sem héldu utan um verkefnið frá skrifstofunni og Ási vinnustofu boðið í kaffið.
Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á hnappinn meira