Samfélagsátak og starfskynning

Hótelkeðjan Rezdior Hótel Group stendur fyrir árlegu samfélagsátaki. Radisson blu í Reykjavík er hluti af þessari keðju og bauð samstarf við Ás styrktarfélag. Starfsmönnum frá Ási vinnustofu var boðið að koma í starfskynningu á hótelinu. Verkefnið stóð síðustu 2 vikur og voru þátttakendur alls 8. Mætti hver og einn í 2 daga ogfékk fjölbreytta kynningu í öllum starfsdeildum með aðstoð starfsfólks hótelsins.

Í dag býður Radisson öllum þátttakendum að taka þátt í námskeiði í bakstri sem fer fram á hótelinu og um leið tækifærið nýtt til að kveðja og ljúka frábæru átaki, þá er þeim sem héldu utan um verkefnið frá skrifstofunni og Ási vinnustofu boðið í kaffið.

Hildur Davíðs

Hægt er að sjá fleiri myndir með því að ýta á hnappinn meira


Lesa meira []

Stuðningur frá Lionsklúbbnum Frey

Félagið vill þakka stuðning Lionsklúbbsins Freys en á liðnum árum hefur stuðningur þeirra verið ómetanlegur. Nú á sumarmánuðum gáfu þeir 4 uppþvottavélar, 1 þvottavél og 1 ryksugu. Allt kom þetta sér vel að notum á sambýlunum fjórum í Víðihlíð. Af tilefni afhendingar var að að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og meðlæti. 

Lesa meira []

Skráningu í SIS mat í búsetu lokið

Um þessar mundir fer fram mat á stuðningsþörf allra einstaklinga á landinu sem eru í búsetuþjónustu fyrir fatlaða. Stuðningsþörfin er metin með bandarísku mati, Supports Intensity Scale (Mat á stuðningsþörf eða SIS mat), sem jafnframt er verið að staðla fyrir íslenskar aðstæður.

Í Reykjavík nær matið til yfir 400 einstaklinga sem njóta búsetuþjónustu hjá þremur rekstraraðilum, SSR, Ási styrktarfélagi og Reykjavíkurborg. Skráningu í SIS er lokið hjá Ási styrktarfélagi

 

Lesa meira []

Auðskilinn texti – kennslurit um gerð auðskilins texta

Auðskilinn texti – kennslurit  um gerð auðskilins texta er aðgengilegt  hefti um, hvernig best er að setja upp texta á auðskiljanlegan hátt. Ýmsar tilgátur hafa verið í gangi um hvaða aðferðir skili bestum árangri og eru skilaboðin um aðferðirnar  stundum misvísandi.  

 

Í þessu hefti  er  gerð grein fyrir aðferð sem hefur verið margreynd með rannsóknum  frá stofnunum og félagasamtökum í Bretlandi , Noregi og víðar.

 

Efni þessa heftis  gagnast öllum vel sem eru að útbúa kennslu- og annað fræðsluefni ætlað fólki með þroskahömlun á öllum aldri og þeim sem eiga í erfiðleikum með að lesa og skilja flókinn texta.Sigurður Sigurðsson þroskaþjálfi tók efnið saman fyrir Ás styrktarfélag.Heftið er samtals 37 blaðsíður og kostar kr. 1800

 

Pantanir sendist til:  aslaug@styrktarfelag.is


Lesa meira []

Ferð í Húsdýragarðinn

Halli Bjössi   Siggi Bjössi og Elberg

      Halli Bjössi og Adam                  Siggi Örn, Bjössi og Elberg

Strákarnir á D-stofu fóru í Húsdýragarðinn í góða veðrinu

Lesa meira []

Heilsuvika

KubbVikuna 31. maí til 4. júní var haldin heilsuvika í Bjarkarási og Lækjarási. Heilsuvikan er orðinn fastur liður í starfsemi staðanna og dagskráin orðin nokkuð fastmótuð. Föstu liðirnir eru göngutúrar tvisvar sinnum á dag og matseðillinn er á hollum nótum. Að þessu sinni byrjuðum við á að fá kennslu í að útbúa heilsudrykk sem allir geta gert heima og allir fengu að smakka.

Lesa meira []

Sumarlokanir

Skrifstofan: 19. júlí til 6. ágúst

Lækjarás: 5. júlí til 23. júlí

Bjarkarás: 28. júní til 23. júlí

Lyngás: 12. til 16. júlí

Ás vinnustofa: 19. júlí til 14. ágúst


Lesa meira []

Lækjaráspósturinn

Þar segir m.a. frá því að í apríl kom Laufey Gissurardóttir í Lækjarás og hélt námskeið í helstu grunnatriðum skyndihjálpar. Námskeiðið var mjög gagnlegt ogskemmtilegt og þátttakendur lærðu hvernig á að bregðast við og bjarga fólki í neyð. Hægt er að sjá póstinn í heild sinni í pdf formi hér.

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.