Uppboð með KK í Góða hirðinum

Föstudaginn 19. nóvember kl 16:30 verður Góði hirðirinn, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaga, með uppboð í húsnæði Góða hirðisins að Fellsmúla 28. Uppboðshaldari er enginn annar en KK og rennur allur ágóði uppboðsins óskiptur til Bjarkaráss sem er ein af stofnunum Áss styrktarfélags sem veitir fötluðu fólki dagþjónustu, hæfingu og vinnu.  Með því að smella hér er hægt að sjá alla fréttina á síðu Sorpu.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.