Gamlir munir til góðra mála

Föstudaginn 19. nóvember var haldið uppboð í Góða hirðinum og allur ágóðinn rann óskiptur til Bjarkaráss. Boðnir voru upp gamlir, sérstakir munir, en þeim er haldið til haga er þeir berast góða hirðinum og seldir á þennan hátt til styrktar góðu málefni. Margt var um manninn á uppboðinu og skemmtileg uppboðsstemning myndaðist, þar sem bitist var á um marga þessarra hluta.Stjórnandinn var tónlistamaðurinn K.K. en engu líkara var en að hann hefði þetta að sínu aðalstarfi, svo fagmannlega stóð hann sig.Salan var um 380.000 og verður notað til kaupa á standlyftu sem lengi hefur vantað í Bjarkarás og erum við afskaplega þakklát fyrir.

Góði hirðirinn hópurinn

 

 Góði hirðirinn séð yfir salinn

 

 Góði hirðirinn, KK að störfum

Góði hirðirinn KK og Þórhildur

K.K. uppboðsstjóri, Sigríður úr verslunarstjórn Sorpu, Þórhildur og Sigurður 

Grein kom í Morgunblaðinu um viðburðinn sem hægt er að skoða hér 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.