Fræðslufundur - FFA

Fræðslufundur

 

FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að kynningu á þeirri breytingu á þjónustu við fatlað fólk sem verður um næstu áramót þegar sveitarfélög taka við þeim þjónustuþáttum sem svæðisskrifstofur málefna fatlaðra hafa haft með höndum.

Tilgangurinn með kynningunum er að fólk geti leitað svara við spurningum eins og:

  • Hvað er það sem breytist og hvað ekki?
  • Hvernig er undirbúningi breytinganna háttað?
  • Hvert á ég að leita eftir þjónustu eftir áramót ? o.fl

 

Fyrri fundurinn verður 8. nóvember kl. 20:00  að Háaleitisbraut 13 og er ætlaður íbúum  Reykjavíkur og Seltjarnarness.

Seinni fundurinn verður  9.  nóvember kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13, og er ætlaður íbúum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar.

Dagskrá þessa funda er:

Gerður A. Árnadóttir fulltrúi Landssamtaka Þroskahjálpar í verkefnisstjórn um yfirfærsluna mun kynnir verkefnið.

Óskað hefur verið eftir því við viðkomandi sveitarfélög og svæðisskrifstofur að fulltrúar þeirra hafi stutt  innlegg um stöðu mála og fyrirséðar breytingar

Umræður og fyrirspurnir til framsögumanna

Fundirnir eru öllum opnir en eru sérstaklega ætlaðir fötluðu fólki og aðstandendum þeirra.

 

FFA- fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur -. er samvinnuverkefni Áss styrktarfélags, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Sjálfsbjargar landssambands og Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fræðslu fyrir fatlað fólk og aðstandendur þeirra.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.