Ánægjudagur á Lyngási

Gunnar og Vignir         Elísabet og Frímann

Ljós í Myrkri - lag tileinkað Fanney Eddu Frímannsdóttur

Gunnar Guðmundsson og Vignir Örn Guðmundsson meðlimir hljómsveitarinnar "Faxarnir" og starfsfélagar hjónanna opnuðu athöfnina með ræðu og sögðu þar frá tilurð lagsins, en þeir eru höfundar lags og texta.  Hjónin Elísabet Eggertsdóttir og Frímann Svavarsson, foreldrar Fanneyjar Eddu héldu einnig ræðu þar sem þau sögðu frá lífi hennar.

Hrund, Rut og BB        Páll Óskar og Ásgeir 

Hrund Guðmundsdóttir, Rut Eiríksdóttir og Birna Björnsdóttir héldu einnig litla tölu og þökkuðu góðan tíma með Fanneyju Eddu og fjölskyldu hennar hér á Lyngási og ómetanlegan stuðning sem þau og meðlimir Faxanna hafa veitt starfsfólki og starfsemi Lyngás með.  Páll Óskar og Ásgeir fluttu síðan lagið.

  Helena með ávísun   Hópmynd

Lagið "Ljós í myrkri" í flutningi Páls Óskars og Faxana hefur nú verið í sölu frá því í vor og ágóðann af sölunni afhenti Páll Óskar í formi ávísunar að upphæð 1.033.100 sem Helena Jakubiak tók á móti fyrir hönd Lyngáss.  Diskurinn er áfram í sölu og fæst á eftirfarandi stöðum:

N1 - fimm stöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Heimasíðunni: http://ljosimyrkri.blog.is

Lyngási, Safamýri 5, Reykjavík

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.