Tónlist fyrir Alla
Tónlist fyrir alla í Safamýrarskóla
Tónlist fyrir alla í Safamýrarskóla
Laugardaginn 27. nóvember verður jólamarkaður í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, kl. 13 – 16. Þar verða til sölu ýmsir listmunir sem meðal annars eru unnir úr gleri, tré, ull og leir. Einnig verða seld kerti úr nýrri kertagerð Bjarkaráss. Vinnustofan Ás verður með klúta, handklæði og sitthvað fleira.
Léttar veitingar á vægu verði.
Allir velkomnir.
Til að sjá prentvæna auglýsingu vinsamlegast smellið hér.
Ýtið hér á hnappinn að neðan til að sjá myndir.
Í dag komu góðir gestir á Lyngás......
Undanfarið hefur starfsfólk Áss styrktarfélags verið á tölvunámskeiði í Word og Excel. Námskeiðin voru haldin á skrifstofu félagsins og voru þátttakendur sammála um að hafa bæði gagn og gaman af.
Hluti af Fjölmiðlahóp Lækjaráss kom í gær og afhenti skrifstofu félagsins eintak af Lækjaráspóstinum. Hér að neðan má sjá mynd af Maríu afhenda Jónínu eintak og með því að smella á meira er einnig hægt að sjá Sverri, Bjarna, Maríu, Jónínu og Þóru. Þökkum kærlega fyrir afhendinguna.
Pósturinn fyrir október mánuð er kominn út frá Lækjarási, þar sem sagt er frá ýmsu, m.a.:
Lækjaráspósturinn er kominn út og hægt að nálgast hann hér í prentvænu formi.
FFA – fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að kynningu á þeirri breytingu á þjónustu við fatlað fólk sem verður um næstu áramót þegar sveitarfélög taka við þeim þjónustuþáttum sem svæðisskrifstofur málefna fatlaðra hafa haft með höndum.
Tilgangurinn með kynningunum er að fólk geti leitað svara við spurningum eins og:
Fyrri fundurinn verður 8. nóvember kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13 og er ætlaður íbúum Reykjavíkur og Seltjarnarness.
Seinni fundurinn verður 9. nóvember kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13, og er ætlaður íbúum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Mosfellsbæjar.