Ljós í myrkri

FRÉTTATILKYNNING 

Lagið Ljós í myrkri er komið út en það er flutt af Páli Óskari og hljómsveitinni Föxunum. Lagið var upphaflega samið til styrktar langveikri stúlku sem hét Fanney Edda Frímannsdóttir og fjölskyldu hennar, en hún lést skömmu eftir að lagið var tilbúið til flutnings. Fanney Edda var haldin óskilgreindum taugahrörnunarsjúkdómi. Lagið er eftir Gunnar Guðmundsson og textinn er eftir Vigni Örn Guðnason en þeir eru vinnufélagar foreldra Fanneyjar Eddu ásamt því að vera í hljómsveitinni Faxarnir sem er eingöngu skipuð flugmönnum hjá Flugfélagi Íslands. Textinn fjallar um raunir foreldris sem er á leið á spítalann að hitta veikt barnið sitt sama hvað veðrið segir. Foreldrið gerir sér grein fyrir alvarleikanum en fyllir barnið engu að síður bjartsýni og barnið veitir foreldrinu von. Veikindunum í textanum er líkt við íslenska veðrið og árstíðirnar með öllum sínum duttlungum. Inntakið í laginu er að það er ljós í myrkri og táknar ljósið annað hvort lækningu eða upprisu.

Hægt er að kaupa lagið á tonlist.is og einnig er hægt að kaupa geisladiskinn á eftirfarandi síðu: ljosimyrkri.blog.is

Allar aðrar upplýsingar er einnig að finna á fyrrgreindri síðu.

Ágóði af sölu lagsins og geisladisksins fer til styrktar Lyngási og einnig í Styrktarsjóð Fanneyjar Eddu. Lyngás er dagþjónusta fyrir fötluð börn og unglinga, rekin af Ási Styrktarfélagi.

 

Gunnar Guðmundsson, höfundur lags.  897-1477/gunnigud@gmail.com

Vignir Örn Guðnason, hödundur texta. 897-3792/viggiorn@gmail.com

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.