Sumarsæla á Suðurlandi

Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á sumardvöl á Suðurlandi.  Eins og sl. sumar  höfum við fengið aðstöðu í frábæru húsi Bergmáls sem er í landi Sólheima í Grímsnesi.  

Aðbúnaður innandyra er frábær, öll herbergi með eigin wc og sturtu.  Einnig er sameiginleg aðstaða rúmgóð og býður upp á óendanlega möguleika. 

Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð áhersla á að njóta samveru og útivistar.  Leitast er við að virkja frumkvæði þátttakenda, kynna fyrir þeim dagskrártilboð og mæta óskum þeirra.

Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.   

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.