Sumarsæla á Suðurlandi
Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á sumardvöl á Suðurlandi. Eins og sl. sumar höfum við fengið aðstöðu í frábæru húsi Bergmáls sem er í landi Sólheima í Grímsnesi.
Aðbúnaður innandyra er frábær, öll herbergi með eigin wc og sturtu. Einnig er sameiginleg aðstaða rúmgóð og býður upp á óendanlega möguleika.
Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda og lögð áhersla á að njóta samveru og útivistar. Leitast er við að virkja frumkvæði þátttakenda, kynna fyrir þeim dagskrártilboð og mæta óskum þeirra.
Nánari upplýsingar er hægt að finna hér.