Námskeið í Breyttum lífsstíl


Breyttur lífsstíl hófst í gær og stendur  eins og áður í 8 vikur.  Tímarnir verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan 14 - 15.   Alls eru 10 þátttakendur nú í haust og mættu allir galvaskir í gær þar sem Sigríður Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi og Geir Gunnar Markússon þjálfari  tóku á móti.

Áherslur eru m.a. fæðuhringurinn, matardiskurinn, reglurnar 5 í mataræðinu, hreyfing í World Class, hreyfing utan World Class og að hver og einn setji sér markmið fyrir námskeiðið.  Og síðast en ekki síst að hafa gaman.  

Annað námskeið mun hefjast eftir áramót um miðjan janúar.

 hollusta

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.