Grow Me kryddjurtirnar


Eins og við sögðum frá hér á síðunni í nóvember síðast liðnum þá vann hópur ungmenna úr Listaháskólanum og Háskólanum í Reykjavík verkefni í samstarfi við Bjarkarás. Þau hlutu 1. verðlaun í hönnunar- og markaðsnámi sínu fyrir verkefnið. Um er að ræða leirpotta með mold og mismunandi kryddjurtafræum í sem eru hannaðir þannig að þeir vökva sig sjálfir - með smá hjálp. Þannig er mun auðveldara að rækta kryddjurtirnar og annast þær.

Grow Me pottarnir kosta 2.500 kr. en þeir eru framleiddir og fást í Bjarkarási, Stjörnugróf , en þar er opið alla virka daga kl. 9 - 16. Hellimynd af GrowMe

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Plakat af GrowMe

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.