Sumarmarkaður Áss 14. júní

Sumarmarkaður Áss styrktarfélags var haldinn í stóru sölutjald á planinu fyrir framan Bjarkarás og kenndi þar ýmissa grasa. Þar voru til dæmis til sölu tuskur og handklæði frá Ási vinnustofu, grænmeti úr gróðurhúsi Bjarkaráss, listmunir úr Smiðjunni í Bjarkarási og svo voru Emblurnar, starfsmannafélag Bjarkaráss með ýmislegt til sölu. Í Lækjarási var kaffisala þar sem fólk gat gætt sér á nýbökuðum vöfflum. Í grófinni var búið að setja upp ýmiss útispil, svo sem krikket, kubb o.fl. Tónlistarmenn komu og spiluðu á harmonikku og gítar, sannkölluð markaðsstemning. 

Í undirbúningnefnd fyrir markaðinn voru: Valgerður og Jóhanna úr Bjarkarási, Guðbjörg úr Lækjarási, Guðrún úr Ási og Gunna úr Víðihlíð.

Stefnt verður að því að gera markaðsdag sem þennan að árlegum viðburði þar sem gestir og gangandi geti verslað vörur og grænmeti og kynnst því starfi sem fram fer í Grófinni og viðar innan félagsins.

 

Við tjaldið  Kjarnakonur 
Sölukonur  Með góssið
Sápukúlur Blómleg viðskipti
Munir frá Bjarkarási  Létt sumarstemning
Sumar á Sýrlandi  inni í tjaldinu  
Þórhildur og Gunna  inni á útimarkaði 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.