Lyklar afhentir íbúum Langagerðis
Hrefna, forstöðumaður Langagerðis
afhendir íbúa lykla að nýrri íbúð
Formleg afhending lykla til íbúa Langagerðis 122 fór fram miðvikudaginn 30. apríl síðastliðinn. Þar var margt um manninn og almennt talið að um glæsilega byggingu sé að ræða sem stenst nýjustu kröfur um gæði húsnæðis fyrir fólk með fötlun.
Í Langagerði 122 eru fimm íbúðir auk aðstöðu fyrir starfsfólk. Hver íbúð hefur sér útgang út í garð, en þar að auki er sameiginlegt svæði í garðinum sem getur nýst ágætlega fyrir ýmsar samkomur utandyra. Ekkert sameiginlegt rými er innandyra enda ekki talin þörf á því. Íbúðirnar eru fullbúnar með eldhúsi, baði, stofu, geymslu og svefnherbergi.
|
|
|
|
|
|