50 ára afmæli félagsins fagnað
Auk skemmtiatriða voru haldnar hátíðarræður. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, steig í pontu og hélt ágæta ræðu og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra þakkaði gott samstarf og fagnaði nýundirskrifuðum þjónustusamningi styrktarfélagsins og ráðuneytisins. Sigríður Ingimarsdóttir, einn af stofnendum félagsins, hélt ræðu og Hilma Gunnarsdóttir sagnfræðingur fjallaði um vinnu sína við gerð bókar um 50 ára sögu félagsins.
|
![]() |
Ýmsir styrkir og gjafir bárust félaginu og má þar helst nefna gjöf Gunnars Pálssonar og barna hans að upphæð kr. 50.000.- til minningar um Jóhönnu Margréti Jóhannsdóttur, Lions klúbburinn Freyr gaf kr. 700.000.- til sambýla félagsins, Þóra Biering og Jón Snorrason gáfu kr. 1000.000.- til styrktar sumardvalastarfi styrktarfélagsins innanlands í minningu sonar síns Péturs Biering Jónssonar og Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitti félaginu styrk að fjárhæð kr. 1000.000.- til starfs- og endurmenntunar starfsmanna. Þroskahjálp gaf félaginu nýjan fána, en þar sem nýtt merki félagsins var ekki tilbúið verður hann afhentur síðar.
Það hefur verið til siðs á stórhátíðum styrktarfélagsins að gera fólk sem unnið hefur óeigingjarnt starf í þágu félagsins að heiðursfélögum þess. Að þessu sinni voru 14 manns sem hlutu þennan verðuga titil. Þau eru: |
![]() |
Friðrik Alexandersson, Friðrik Friðriksson, Guðmunda Vigfúsdóttir, Gunnlaug Emilsdóttir, Haflði Hjartarson, Halldóra Sigurgeirsdóttir, Helga Hjörleifsdóttir, Hrefna Haraldsdóttir, Hörður Sigþórsson, Jónína B. Sigurðardóttir, Konráð Stefán Konráðsson, Pétur Haraldsson, Sigurbjörg Siggeirsdóttir og Þórdís Guðmundsdóttir.
Styrktarfélagið þakkar allan þann hlýhug og stuðning sem því hefur verið sýnt.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |