Manstu gamla daga

Opið hús var í Húsinu 28.mars síðastliðinn. Það bar yfirskriftina "Manstu gamla daga".

Búið var að útbúa eitt herbergið með gömlum munum. Þar var ýmislegt til sýnis s.s þvottabretti, gamall sveitasími, saumavél, mjólkurbrúsi og margt fleira. Ekki má gleyma hagkaupssloppunum sem vöktu upp minningar hjá mörgum gestum. Einnig gátu gestir skoðað myndir starfsemi Hússins. Boðið var uppá gamaldags kaffimeðlæti: jólakökur, flatkökur með hangikjöti, kleinur og perutertur. Dagurinn heppnaðist mjög vel og má ætla að í kringum 100 manns hafi litið í heimsókn.

Hér fyrir neðan eru myndir frá þessum degi

Gamlir munir frá ýmsum tímum

Gamlir munir frá ýmsum tímum

Fjóla, Guðný, Nína og Gunna í glæsilegum þjóðbúningum

Fjóla, Guðný, Nína og Gunna í glæsilegum þjóðbúningum

Gestir

Fullt af gestum litu í heimsókn

Óli og Auðunn

Óli og Auðunn voru ánægðir með daginn

Guðný og Auðunn

Guðný og Auðunn skoða gamla muni

gestir á opnu húsi

Setið og spjallað í eldhúsinu

Hlaðborð

Sigrún í glæsilegum hagkaupsslopp

Guðrún í Gerðubergi færir Gunnu blóm

Guðrún forstöðumaður í Gerðubergi færði Gunnu blóm

Margrét, Bergdís og Helga

Margrét, Bergdís og Helga

María og mamma hennar

María sýndi mömmu sinni starfsemina í Húsinu

myndir skoðaðar

Myndir frá starfsemi Hússins skoðaðar

Stefán og Þóra

Stefán og Þóra kíktu í heimsókn

Nína að spinna

Nína sýnir flotta takta á rokkinum

Bjarni og unnur fríða

Bjarni og Unnur Fríða

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.