Könnun á högum fólks með þroskahömlun 45 ára og eldra

 

 Rýnihópurinn 1
 Í rýnihópnum voru Sigurjón Grétarsson, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Eygló Ebba Hreinsdóttir Jón Úlfar Líndal, María Sveinbjörnsdóttir og Ívar Árnasson sem vantar á myndina. Umsjónarmenn voru Erna Einarsdóttir og Laufey Gissurardóttir.

Í tilefni af Evrópuári jafnra tækifæra ákvað félagsmálaráðuneytið að veita styrki til félagasamtaka úr verkefnasjóði til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna að almennri og víðtækri vitundar­vakningu í samfélaginu um mismun á grundvelli kyns, öldrunar, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar  og trúar.Styrktarfélag vangefinna hlaut styrk til að framkvæma könnun á högum fólks með þroskahömlun 45 ára og eldra.  Könnunin nær til landsins alls, sendir verða út spurningalistar og tekin viðtöl.  Einnig var settur af stað rýnihópur með fötluðum.  Markmið með könnuninni er að fá upplýsingar og skoða aðstæður og lífsgæði fólks með þroskahömlun.  Sérstaklega er horft á búsetu, dagþjónustu/atvinnu, félagslíf og fjölskyldutengsl.  Mikilvægt er að horfa til framtíðar og fá fram aðstæður og óskir um hvernig best sé að skipuleggja umhverfi og þjónustu á Íslandi.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.