Fréttir frá ráðstefnu Workability international í Sviþjóð

Þann 10 - 14 september síðastliðinn var haldin ráðstefna um atvinnumál fatlaðra. Að þessu sinni var hún haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð. Ráðstefnan var á vegum Workability international, en Samhall, sem eru sænsk atvinnusamtök, sá um allt utanumhald. Á vegum Styrktarfélagsins fóru Sigurður Sigurðsson, verkefnastjóri atvinnuverkefnisins "Allt að vinna" og Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdarstjóri félagsins. Aðrir íslenskir gestir voru makar Sigurðar og Þóru og Kristján Valdimarsson, forstöðumaður Örva.

Ráðstefnan var nokkuð stór og komu fulltrúar víða að. Má þar nefna fulltrúa frá Kóreu, Japan, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Brasilíu, Lettlandi,Póllandi, Lettlandi, Belgíu, Hollandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Írlandi, Bretlandi, Íslandi ofl.

Ráðstefnan var um margt mjög fróðleg og lærdómsrík og greinilegt að töluverð gróska er í þessum málaflokki víða um heim. Löndin voru að vísu mislangt komin í ferlinu, þ.e.a.s. hversu almenn og öflug atvinnuþátttaka fatlaðra var í hverju landi. Einnig var mjög misjafnt með hvaða hætti atvinnuúrræðin voru, flest nutu einhverskonar styrkja frá hinu opinbera, mismikið þó og með misjöfnum hætti.

Unnin verður skýrsla um ráðstefnuna og væntanlega haldin kynning um hana. Að sjálfsögðu verður síðan hægt að nálgast skýrsluna á skrifstofu félagsins.

  Þóra ásamt Grete frá Noregi

 

 

 

                                                                                         Þóra og Siggi við opnun ráðstefnunnar

Kristján og Gunnar á góðri stund

 

 

 

 

 

                                                                                           Þóra og Lára ræða málin

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.