Tækifæri fyrir alla

 

Þróunarverkefni Styrktarfélags vangefinna um breyttan lífsstíl hjá einstaklingum með þroskahömlun tekur á einu helsta heilsufarsvandamáli í Evrópu, offitu.

Í verkefnislýsingu segir að einstaklingar með þroskahömlun glími við ofþyngd eins og aðrir en það sem skilji þá frá öðrum sé hve aðgengi þeirra að fræðslu um hreyfingu og hollt mataræði sé takmarkað. Félagið vill stuðla að hugarfarsbreytingu á þessum vettvangi með velferð fatlaðra að markmiði.

Námskeið

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru komnir með alvarlega fylgikvilla ofþyngdar en geta ekki nýtt sér hefðbundin megrunartilboð eins og t.a.m. þau sem Reykjalundur býður upp á. Yfirmarkmiðið er að þróa líkan að námsbraut eða námskeiði sem framhaldsskólar, fullorðinsfræðsla, líkamsræktarstöðvar og heilbrigðisstofnanir geti nýtt sér og sett í framkvæmd til að mæta þörfum fólks með þroskahömlun, svo það fái aðgengi að fræðslu og sambærilegri þjónustu líkt og aðrir þegnar samfélagsins njóta. Verkefnið hefur að auki forvarnargildi.

Hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur verkefnastjóra  á skrifstofu félagsins eða á netfanginu gudrun@styrktarfelag.is

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.