Reykjavíkurmaraþon Glitnis

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, ávarpaði hópinn og þakkaði öllum, sem tóku þátt í hlaupinu og lögðu þessu góða málefni lið.

Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu auk fjölda ættingja og vina. Hver og einn réð því hve langa vegalengd hann lagði að baki og hvaða góðgerðafélag hann styrkti en bankinn hét að greiða 3.000 krónur fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Heildarvegalengd sem starfsmenn hlupu var 4.388 km.

Góðgerðarfélögin sem nutu góðs af dugnaði starfsfólks Glitnis voru um 60 talsins og var Styrktarfélag vangefinna eitt þeirra. Það voru 32 starfsmenn Glitnis sem hlupu í þágu félagsins og hlupu þeir samtals 242 kílómetra.  Að auki fengu þeir viðbótaráheit frá vinum og vandamönnum og endaði upphæðin í 1.332.500 kr. Félagið þakkar Glitni og þeim starfsmönnum hans sem hlupu í þágu þess af heilum hug.  Verður framlagi þeirra varið til uppbyggingar þeirrar margvíslegu þjónustu sem félagið veitir og kemur svo sannarlega að góðum notum. 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.