Opið hús í Bjarkarási

Þann 8. mars var opið hús í Bjarkarási í tilefni opnunar á heimasíðu SVV, hlutverk.is.  Margir góðir gestir litu inn hjá okkur til að kynnast starfseminni nánar.  Um 80 manns rituðu nöfn sín í gestabók. 

Flestir starfsmenn Bjarkaráss voru við venjubundin störf þennan dag en þeir skiptust líka á að sýna starfsemina hér.  Málverkasýning var á veggjum hússins sem mikil ánægja var með meðal gestanna.  Sýningin er enn uppi ef einhverjir hafa hug á að líta inn og  skoða listaverkin.  Myndirnar eru málaðar af fjölmörgum listamönnum Bjarkaráss og eru til sölu.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.