Opið hús í Ási vinnustofu

Þann 8.mars var haldið opið hús í tengslum við opnun á www.hlutverk.is. Dagurinn tókst í alla staði mjög vel og vorum um 100 manns sem komu í heimsókn. Mættu fyrstu gestir í hús fyrir kl 11 og fóru þeir síðustu rétt eftir kl 16. Boðið var uppá skoðunarferð um staðinn og frásögn af því hvað væri verið að vinna við. Einnig var boðið uppá sögusýningu í myndrænu formi og voru elstu myndirnar frá 1981 og þær nýjustu frá 7.mars 2005. Síðast en ekki síst var boðið uppá heitt kaffi og heimabakaða jólaköku sem vakti mikla lukku. Ás vinnustofa þakkar öllum kærlega fyrir komuna.

                         

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.