Gjafir til Lyngáss

Þann 5. mars var Oddfellowstúka nr. 18, Ari Fróði 10 ára.   Af því tilefni gaf stúkan Lyngási stórar og margar gjafir.  Síðastliðna mánuði hefur verið mikið og gott samstarf í að útvega hin ýmsu tæki og tól.  Þann 5 mars var formleg afhending og gaf stúkan hjálpartæki eins og baðbekki, lyftara og sérhannað vinnuborð, tölvubúnað eins og borðtölvur, fartölvu, snertiskjá og rafræna töflu (Smart Board), síðan hljómtæki, skáp, hengirúm og grjónapúða.  Í Bláa herberginu (þar sem ljósin eru) er búið að endurnýja ljósabúnað og hátalarakerfið.  Í íþróttasal Safamýraskóla var keypt braut í loftið fyrir leikfimi-iðkun t.d. pylsa, hengiróla og hringir. 

 

 

 

 

 

Friðrik Alexandersson formaður SV, Ásgeir Eyjólfsson yfirmeistari Oddfellowstúkunar “Ari Fróði” nr. 18, Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdarstjóri SV, Birna Björnsdóttir forstöðuþroskaþjálfi Lyngás

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SMART-BOARD

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.